Stök frétt

Umhverfisstofnunin hefur nú tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi fyrir Vinnslustöðina hf. í Vestmannaeyjum. Breytingartillagan var auglýst opinberlega á tímabilinu 25. júlí til 23. ágúst 2019. Engin umsögn barst um tillöguna á auglýsingatíma.

Breyting starfsleyfisins fól einnig í sér að reglugerðartilvísanir voru uppfærðar eftir því sem við átti.

Umhverfisstofnun féllst á að breyta súrefnisviðmiðun fyrir losunarmörk sem gilda um ryk fyrir olíubrennara úr 3% í 9%. Stofnunin féllst einnig á að mörkin gildi ekki í þeim tilfellum sem keyrslutími í olíubrennurum er undir 3% af keyrslutíma verksmiðjunnar. Breytingin er gerð í samræmi við svar Umhverfisstofnunar við erindi Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda þar sem stofnunin tók undir að miðun við 3% súrefni í útblæstri væri heldur lág.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, gildir til 17. september 2030.

Starfsleyfi Vinnslustöðvarinnar hf., breytt 2019