Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Hreindýraveiðum er lokið þetta haustið. Gefinn var út kvóti fyrir 1451 dýr,  408 tarfa og 1043 kýr.

Veiðar gengu í heildina vel þótt veðrið hafi verið frekar slæmt til veiða stóran hluta veiðitímans. Góðir dagar síðustu vikurnar skiptu miklu.

Alls voru felld 1326 dýr, 923 kýr og 403 tarfar. Aðeins fimm tarfar náðust ekki af útgefnum kvóta og 22 kýr náðust ekki af haustkvótanum sem var 945 kýr.

Nóvemberkvóti var gefinn út fyrir veiði á kúm á veiðisvæðum 8 og 9,  alls 98 leyfi. Þeim leyfum hefur verið úthlutað til þeirra sem um það sóttu.  Veiðarnar fara fram á tímabilinu 1. til 20. nóvember

Sjá nánar hér