Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Sú undirtegund blesgæsar sem fer um Ísland vor og haust, heitir Anser albifrons flavirostris. Hún verpir á Vestur-Grænlandi, en hefur vetursetu á Írlandi og Skotlandi. Hún er stundum kölluð grænlandsblesa. Eins og skotveiðimenn vita hefur stofninn verið í mikilli niðursveiflu á síðustu árum og er ástæðan talin erfiðar aðstæður á varpstöðvunum á Grænlandi, sem að öllum líkindum má rekja til loftlagsbreytinga. Blesgæs er alfriðuð í öllum löndum þar sem hún hefur viðkomu.

Stundum er sagt að gömul vísa sé aldrei of oft kveðin og við viljum því minna íslenska skotveiðmenn á að rifja upp reglulega hvernig greina skuli blesgæsir frá öðrum gráum gæsum. Það getur verið ansi snúið, sérstaklega með unga fugla, en áberandi háir hlæjandi tónar koma þó oft upp um þær. En leiki nokkur vafi á er að sjálfsögðu alltaf best að sleppa því að skjóta.

Meðfylgjandi er kennsluefni með myndum af blesgæsum, svo og hljóðdæmi frá Bird Note.

https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Veidi/Fuglar/FridunBlesaVef.pdf

Hljóðdæmi : https://www.allaboutbirds.org/guide/Greater_White-fronted_Goose/sounds

Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson