Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Fyrstu fundir í ráðgjafanefnd fagstofnana og eftirlitsaðila og ráðgjafanefnd hagsmunaaðila undir stjórn vatnamála voru haldnir á Umhverfisstofnun í þessari viku.   Nefndirnar fengu að heyra kynningar af framgangi verkefnisins og stöðu mála þegar kemur að innleiðingu laganna á Íslandi. Erindi á fundinum héldu fulltrúar Umhverfisstofnunar, Hafrannsóknastofnunar og Veðurstofu Íslands. Nefndirnar eiga að vera Umhverfisstofnun og vatnaráði til ráðgjafar um málefni sem snúa að innleiðingu laganna og verndun vatnsauðlindarinnar. Nánari upplýsingar um nefndirnar og um stjórn vatnamála er að finna hér https://ust.is/haf-og-vatn/stjorn-vatnamala/stjornsysla/