Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Vegna frostatíðar í nágrenni Gullfoss hafa landverðir Umhverfisstofnunar hálkuvarið stíga við fossinn. Ekki duga þó allar varnir til. Flughált er við malargöngustíg niður að fossinum vegna vatnsúða sem breytist í ísbrynju. Með öryggi gesta að leiðarljósi verður því þeim stíg lokað á morgun, 23. október.

Þá hafa verið sett upp skilti þar sem mælt er með mannbroddum við Gullfoss og Geysi. Aðrar gönguleiðir um svæðið eru sandaðar og haldið opnum. Frost er í kortunum út þessa viku en landverðir munu opna aftur stíginn innan tíðar ef tíðarfar breytist til hins betra.