Stök frétt

Umhverfisstofnun vill minna á að allt rusl sem fer í holræsi og klósett á oft greiða leið út í sjó. Við viljum hvetja fólk til að henda ekki öðru en pappír í klósettin.

Myndin er tekin í skoðunarferð starfsmanna UST í skólphreinsistöðina í Klettagörðum um daginn.

Nei, þetta er ekki listaverk, þetta er ruslið og blautþurrkurnar sem við hendum í klósettin og á göturnar. Þar sem ekki er skólphreinsun fara þessi mengandi óboðnu gestir beint út í sjó!