Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um hreindýraveiðar kom eftirfarandi fram:

„Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og fagráð um velferð dýra hafa öll mælt með því að breyta veiðitímanum þannig að kálfarnir séu orðnir eldri þegar byrjað er að fella kýrnar.“

Hér er ekki rétt með farið. Á fundi sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hélt á Egilsstöðum í janúar sl. komu saman fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Ní, Náttúrstofu Austurlands, Hreindýraráði, Skotvís og Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum.  Fulltrúi MAST var ekki á staðnum en sat fundinn í gegnum síma. Allir á fundinum voru sammála um að ekki ætti að seinka veiðitíma árið 2019, enda væri rannsókn Náttúrustofu Austurlands um þessi mál ólokið og enn verið að skrifa skýrslu þar að lútandi.

Umhverfisstofnun hefur aftur á móti einu sinni, árið 2014, lagt til að seinka veiðum á kúm um 10 daga og lengja þá tímabilið sem því nemur út september mánuð.  Á þeim tíma var kvóti 657 kýr en ekki um 1.000 eins og undanfarin ár.