Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fjarðabyggð til urðun úrgangs í Þernunesi í Reyðarfirði. Samkvæmt tillögunni er heimilt að taka á móti allt að 3000 tonnum af almennum úrgangi til urðunar sem er 1000 tonnum minna en heimilað var í eldra starfsleyfi. Upphæð starfsleyfistryggingar í gr. 2.8 verður ljós fyrir útgáfu. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila og áhættumati vegna botnþéttingar verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 28. nóvember 2019 til og með 3. janúar 2020 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. rg. nr. 550/2018.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 3. janúar 2020.

Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi
Umsókn um starfsleyfi
Áhættumat vegna botnþéttingar