Stök frétt

Í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliða sem haldinn er hátíðlegur ár hvert 5. desember, vill Umhverfisstofnun þakka sjálfboðaliðum sem hafa unnið að verndun íslenskrar náttúru fyrir gott starf, fyrr og nú.

Upphaf sjálfboðaliðastarfs hér má rekja til ársins 1978 þegar Náttúruverndarráði bauðst að fá breska sjálfboðaliða til landsins. Umhverfisstofnun hefur séð um verkefni sjálfboðaliðastarfs í náttúruvernd frá upphafi stofnunarinnar, árið 2003.

Fyrst komu að meðaltali 10 sjálfboðaliðar hingað ár hvert og störfuðu á Gljúfrum og í Skaftafelli. Svo jókst umfangið og  á tímabilinu 1996-2019 hafa sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar unnið 37.600 vinnudaga á yfir 60 náttúruverndarsvæðum á Íslandi. Fram til ársins 2012 voru flestir sjálfboðaliðanna frá útlöndum en árið 2013 urðu mikil tímamót þegar samstarf við íslenska framhaldsskóla hófst og hlutfall íslenskra sjálfboðaliða fór úr einu prósenti upp í 43%. Þetta samstarf hefur verið mjög frjótt og vel heppnað.

Sjálfboðaliðarnir vinna í dag einkum að því að endurheimta, viðhalda og vernda landslag, vernda dýralíf og gróðurfar sem og líffræðilegan fjölbreytileika. Vinnan er unnin með handverkfærum, engar vinnuvélar eru notaðar. Verkefnin eru staðsett á svæðum sem eru oft úr alfaraleið. Einnig öðlast sjálfboðaliðarnir lærdóm og reynslu af sínum störfum sem nýtist þeim í námi eða starfi. Á sama tíma hefur þetta verkefni haft gríðarlega mikilvægt félagslegt hlutverk í því að gera íslenskum og erlendum ungmennum kleift að upplifa náttúruna og taka þátt í verndun hennar.

Margháttað starf á árinu sem er að líða

Árið 2019 voru unnir 1.340 vinnudagar hjá Umhverfisstofnun á 24 náttúruverndarsvæðum um allt land. Síðasta verkefni ársins 2019 var unnið í september þegar mjög fjölbreyttur hópur tók þátt í Grænu helginni. Þar komu saman 28 sjálfboðaliðar frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Menntaskólanum við Hamrahlíð ásamt kennurum og létu gott af sér leiða ásamt nokkrum erlendum sjálfboðaliðum sem hafa mikla reynslu. Þetta var í 9. sinn sem Umhverfisstofnun skipulagði þennan viðburð sem í ár var tengdur degi íslenskrar náttúru.

Fjölbreytt teymi og starfsemi

Að verkefninu Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar koma nokkrir starfsmenn Umhverfisstofnunar; umsjónarmaður sjálfboðaliða, sem skipuleggur sjálfboðaliðastarfið (ráðningu sjálfboðaliða, gistingu, þjálfun, uppihald, verkfæri, samgöngur, öryggismál); landverðir í náttúrusvæðateymi sem skipuleggja verkefni á friðlýstum svæðum og fylgjast með sjálfboðaliðahópum þegar þeir koma á þeirra svæði; starfsmenn í rekstrarteymi og upplýsingateymi.

Á ári hverju koma einnig til Íslands 20-25 liðstjórar sem eru sjálfir sjálfboðaliðar. Margir þeirra hafa unnið sem liðstjórar á Íslandi mörg sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd. Þeir búa orðið yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita.

Reyndir sjálfboðaliðar, ásamt umsjónarmanni á vegum Umhverfisstofnunar, skipuleggja árlega námskeið sem hefur að markmiði að þjálfa liðsstjóra um ýmis mál tengd stjórnun sjálfboðaliðahópa. Árið 2019 var námskeiðið haldið í 6. sinn í Lake District þjóðgarðinum í Englandi með aðstoð The National Trust.

Erlendir umsjónarmenn sjálfboðaliðastarfa komu til Íslands einnig í gegnum alþjóðlegt samstarfsverkefni sem ber heitið „Volunteers Management in European Parks“, sem Umhverfisstofnun leiddi, ásamt systurstofnunum í Europarc Federation.

Ógleymanleg upplifun

Frá upphafi hefur Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunar veitt 3100 einstaklingum frá fjölmörgum löndum ógleymanlega upplifun, reynslu og umhverfis- og náttúrufræðslu. Margir sjálfboðaliðanna hafa síðan fundið framtíðastarf sem sérfræðingar og landverðir í þjóðgörðum í sínu heimalandi. Þess vegna er Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunar (enskt heiti Iceland Conservation Volunteers) í dag þekkt og virt sjálfboðaliðastarf víða í heiminum. Árið 2016 bauð Europarc Federation umsjónarmanni Sjálfboðaliðastarfs Umhverfisstofnunar René Biasone að halda málstofu á alþjóðlegri ráðstefnu í Sviss. 500 sérfræðingar og þjóðgarðsverðir frá 40 mismunandi löndum sóttu stefnuna.

Sama ár varð Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunar innblástur að sjálfboðaliðastarfi í Líbanon: þar sem líbanskur sjálfboðaliði sem vann hjá Umhverfisstofnun hóf starf hjá alþjóðalegum góðgerðarsamtök Arcenciel og stofnaði hið „Lebanese Conservation Volunteers“ verkefni. Umsjónarmaður Sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar aðstoðaði við að sækja um styrk og fór haustið 2017 sjálfur í sjálfboðaliðastarf til Líbanon, ásamt 2 liðsstjórum sem unnu á Íslandi í mörg ár. Verkefnin hjá Líbanska Sjálfboðaliðastarfinu eru að gefa flóttamönnum frá Palestínu og Sýrlandi tækifæri að upplifa sig til gagns fyrir samfélagið, að vera í náttúrunni og læra ýmsar starfsgreinar tengdar náttúruvernd.

Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunar var einnig fyrirmynd að stofnun sjálfboðaliðastarfs á vegum Skógræktarinnar árið 2013 og hefur einnig verið í samstarfi við Sjálfboðaliðaverkefni Skógræktarfélags Íslands frá árinu 2015.

Umsjónarmenn sjálfboðaliðastarfs frá upphafi hér á landi eru: Sigrún Helgadóttir (1978-1985), ýmsir sérfræðingar og þjóðgarðsverðir Náttúruverndarráðs (1986-1995), Charles Goemans (1996-2011), René Biasone frá 2012 og einnig Julie Kermarec frá sumrinu 2019.

Í tilefni dags sjálfboðaliða óskum við öllum 3100 sjálfboðaliðum okkar og samstarfsaðilum til hamingju með daginn og hlökkum til næsta vors þegar fyrstu hóparnir hefja störf á ný. 

Vefsíða okkar er www.icv.is og fésbóksíða er www.facebook.com/iceland.volunteer.

 

English version: CELEBRATING NATURE CONSERVATION IN ICELAND

Today, 5th of December, is the International Volunteer Day (IVD). It´s an occasion for us to share a bit more about the ICV (Iceland Conservation Volunteers) programme taking place all around Iceland. The first international volunteer groups have been invited by the Icelandic environmental agencies since 1978 but the programme has formally started in 1996, allowing thousands of volunteers to work on many different tasks alongside the local managers and rangers. Among these tasks are:

  • Trail maintenance and building: waymarking, building steps, boardwalks, small bridges, drains
  • Landscape and flora protection: landscape the path so it always looks natural, closing unwanted path by moss/grass transplanting and landscaping, raking off road driving tracks
  • Biodiversity: eradicating invasive plants
  • Restoration of historical monument (cairn restoration in Hornstrandir for example)
  • Cleaning and removing trash in unspoiled areas

The Volunteers´ work has a direct impact on nature conservation. Restoring the paths and participate to their maintenance is improving the access to Icelandic nature in a way that visitors will enjoy nature without destroying flora or disturb wildlife. Making comfortable steps, bridge or boardwalk to walk on has an aim of directing people and preserving Icelandic habitats from repeated trampling. Making drains is also a key of nature conservation as in many wetlands, if the path is not properly built or drained, visitors will often walk out of the path to walk on a dry area and will make the path wider and wider, destroying the habitats. For these reasons almost 75% of the ICV trail teams work is related to path maintenance. Their work is now usually complementary to more heavy-duty structures made by contractors when natural sites welcome a lot of visitors per year (Skógafoss stairs, ecogrid in many areas like the path to Svartifoss in Skaftafell).

The ICV programme is also taking part of restoring historical monuments, such as historical cairns in Hornstrandir, which are both vital for hikers’ directions but also to preserve the Icelandic culture and traditions. These projects are under the supervision of experts from Minjastofnun (The Cultural Heritage Agency of Iceland).

ICV trail teams are also dealing with invasive plants and help managers to control their spreading by cutting, mowing or pulling them down. The goal of removing invasive plants is to protect indigenous species, the natural habitats and preserve the natural landscapes. This is particularly true in the Highlands where most landscapes have been shaped by the volcanic activity and visitors have the feeling to have landed on the moon with endless black sand desert. Moreover, controlling invasive plants needs to be done to preserve natural habitats and thus to allow breeding of many species: The spread of invasive plants can completely change the habitats in the way that some species would not be able to nest in these areas anymore.  Finally, ICV volunteers are also involved in erasing off road and off tracks marks by raking or landscaping. It is both to avoid other visitors to do the same and to protect landscapes and help nature to recover. 

Icelandic nature is fragile and the more and more visitors it welcomes every year is clearly a threat to its preservation. Managers of protected areas work all year long to protect them and are helped during the summer by ICV trail teams in that aim. Since the programme has formally started in 1996, more than 37.600 days of nature conservation volunteer work has been done among 60 protected areas in Iceland.

While giving a huge contribution the cause of nature protection, our volunteers have also the opportunity to spend many weeks in Iceland wilderness, learning and gaining experience in tasks that are often related to their studies and interests.

The ICV programme aims to provide professional knowledge related to protection and management of natural areas.  Among our volunteer there are often people who take our 9 weeks programme as an internship. ICV is also the occasion of meeting and sharing with people from all over the world with the same interest but with a different background.

 Year after year, new volunteers are joining the more experienced ones in the ICV. Would you like to be part of our family?  

More information about ICV on our website: www.icv.is