Stök frétt

Umhverfisstofnun, ásamt sveitarfélaginu Snæfellsbær, kynnir áform um stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.

Áformin eru kynnt í samræmi við málsmeðferðarreglur 2. og 3. mgr. 36. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013, sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega.  

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 10. juní 2020. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Sjá nánar hér.