Stök frétt

Þann 15. apríl sl. var tekin ákvörðun um að loka Reykjadal í Ölfusi, annar vegar af öryggisástæðum og hins vegar til að hlífa gróðri í dalnum. Hverir á svæðinu eru að grafa sig undir göngustíginn og miklar skemmdir vegna traðks hafa myndast við hverasvæði.

Undir lok síðasta árs lokaði landeigandi, ásamt sveitarfélögunum Ölfusi og Hveragerði,  í samráði við lögregluna og Umhverfisstofnun, hluta gönguleiðanna við hverasvæðið, þar sem hverirnir voru að grafa sig undir stíginn.

Svæðið verður opnað á ný þegar aðstæður leyfa.