Stök frétt

Landverðir Umhverfisstofnunar bjóða upp á fjölbreytta fræðsludagskrá og gönguferðir  þér að kostnaðarlausu víðs vegar um landið í sumar. Dagskráin er afar fjölbreytt og til þess fallin að henta breiðum hópi fólks.

Það eru gönguferðir á hálendinu, á suðurlandi, í Mývatnssveit og við Goðafoss. Einnig eru göngur á Vesturlandi og Vestfjörðum og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökli stendur bæði fyrir göngum sem og ratleik fyrir fjölskylduna.

Fyrir þá sem ekki vilja hverfa of langt frá höfuðborgarsvæðinu eru landverðir einnig með göngur þar um kring og á Suðvesturlandi.

Við vonum að sem flestir þiggi boð okkar um að koma í göngu og njóta þess sem friðlýstu svæðin okkar hafa upp á að bjóða.

Sjá nánar hér.