Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Matorku ehf. fyrir landeldi á laxfiskum í Grindavík. Um er að ræða aukningu þar sem rekstaraðili hefur verið með leyfi fyrir 3.000 tonnum og vill nú auka eldið í 6.000 tonn. 

Umhverfisstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif vegna aukningarinnar felist aðallega í raski á jarðmyndunum og áhrifum á lífríki í fjöru, en framkvæmdin kunni einnig að hafa áhrif á grunnvatnsstöðu og þarf að fylgjast með áhrifum hennar. Að mati stofnunarinnar er dregið úr neikvæðum áhrifum aukningarinnar með mótvægisaðgerðum rekstaraðila  s.s. hreinsun frárennslis og endurnýtingu á eldisvatni.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 21. september 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:

Umsókn rekstaraðila
Tillaga að starfsleyfi Matorku ehf.
Skipulagsstofnun – Mat á umhverfisáhrifum.
Vöktunaráætlun

Mynd tekin af vef Matorku ehf.