Stök frétt

Mynd tekin af vef Arnarlax ehf.


Umhverfisstofnun hefur breytt starfsleyfi Arnarlax ehf. í Arnarfirði. Breytingin felst í styttingu á hvíldartíma úr 6-8 mánuðum í að lágmarki 90 daga. Hvíldin mun stjórnast af raunástandi undir kvíum og getur þannig orðið mun lengri ef niðurstöður sýnatöku sýna fram á að svæði hafi ekki náð að jafna sig eftir lágmarks hvíldartíma.

Umhverfisstofnun metur það svo að áhrif af breyttum hvíldartíma muni fyrst og fremst felast í auknu álagi á botndýralíf og ástand sjávar á tilteknum svæðum sem og mögulega aukinni hættu á að fisksjúkdómar og sníkjudýr nái fótfestu í eldiskvíum með mögulegum áhrifum á villta laxfiska í nágrenni fiskeldis. Er það mat stofnunarinnar að sú vöktun og þær aðgerðir sem rekstraraðili muni fara í komi breyttur hvíldartími ekki til með að valda verulegum óafturkræfum umhverfisáhrifum.

Tillaga að breytingunni var auglýst á tímabilinu 12. júní til og með 13. júlí þar sem hægt var að koma að athugasemdum vegna hennar. Engar athugasemdir bárust stofnuninni vegna breytingarinnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna breytingarinnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.


Tengd skjöl
Breytt starfsleyfi Arnarlax ehf. í Arnarfirði

Mynd tekin af vef Arnarlax ehf