Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun tók þann 8. október 2020 ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir Matorku ehf. fyrir landeldi með 6.000 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma í Grindavík.

Umhverfisstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif vegna aukningarinnar felist aðallega í raski á jarðmyndunum og áhrifum á lífríki í fjöru. Framkvæmdin kunni einnig að hafa áhrif á grunnvatnsstöðu og þarf að fylgst er með áhrifum hennar. Að mati stofnunarinnar eru dregið úr neikvæðum áhrifum aukningarinnar með mótvægisaðgerðum rekstaraðila  s.s. hreinsun frárennslis og endurnýtingu á eldisvatni.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi, sbr. 8. mgr. 6. gr. reglugerðar 550/2018, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, til eldis með allt að 6.000 tonna lífmassa á hverjum tíma á tímabilinu 21. ágúst til og með 21. september 2020. Auglýsingin var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar þann 21. ágúst ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingatíma.

Unnið hefur verið með Matvælastofnun að samræmingu við leyfisútgáfu rekstrarleyfis, en leyfin eru afhent rekstraraðila samtímis skv. 3. mgr. 4. gr. b. laga nr. 71/2008 um fiskeldi.

Umhverfisstofnun telur að umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi verið lýst með fullnægjandi hætti og sé lögmætur grundvöllur fyrir útgáfu leyfis.

Tengd skjöl

Ákvörðun um útgáfu

Starfsleyfi

Álit Skipulagsstofnunar

Vöktunaráætlun