Stök frétt

18. október síðastliðinn var settur gönguteljari við stálstigann sem liggur upp á Saxhól í þjóðgarðinum Snæfellsjökli.

Fyrsta mánuðinn, þ.e. til 18. nóvember, gengu 265 gestir á topp gígsins samkvæmt teljaranum. Það gera 9 gestir á dag að jafnaði.

Fámennið er til marks um þá miklu fækkun hefur orðið á gestasókn í þjóðgarðinn í ár. Tæplega 90% fækkun gesta varð í  október milli ára, rétt rúmlega 3.000 gestir á móti rúmlega 29.000 gestum í fyrra. Flestir ganga á toppinn um helgar. Á sama tíma sóttu 1.800 gestir þjóðgarðinn heim. Þeir sem gengu á Saxhól eru 15% þess fjölda.

Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að það verði spennandi að fylgjast með tölum teljarans á komandi árum.

Bílastæðið við Saxhól var endurbætt og stækkað í sumar og vegurinn jafnframt lagfærður. Nú er beðið eftir rétta veðrinu til að leggja klæðningu á veginn og stæðið. Þá verður efni í útsýnispall flutt á toppinn á næstu dögum og næst vonandi að sögn Jóns að klára hann fyrir lok ársins.