Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um starfsleyfi frá Rifós hf. Starfsleyfisumsóknin snýr að landeldi á laxfiskum við Kópasker með 400 tonna hámarks lífmassa á hverjum tíma.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.