Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt


Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. Um er að ræða sjókvíaeldi í Dýrafirði þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 10.000 tonn. Arctic Sea Farm hf. hefur verið með leyf fyrir 4.200 tonnum í Dýrafirði og er því verið að auka eldið um 5.800 tonn.

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) sem frá eldinu muni berast í viðtakann. Að mati stofnunarinnar geta áhrif mengunarinnar verið talsvert neikvæð á eldissvæðum en afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á ástand sjávar og botndýralíf. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli. Umhverfisstofnun bendir á að í starfsleyfi stofnunarinnar fyrir starfseminni mun vera ákvæði þess efnis að stofnunin geti einhliða frestað útsetningu seiða, bendi niðurstöður vöktunar til þess að umhverfisaðstæður séu óhagstæðar á eldissvæði að mati stofnunarinnar og þarfnist frekari hvíldar.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is). Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. febrúar 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði
Álit Skipulagsstofnunar
Matsskýrsla framkæmdar
Vöktunaráætlun
Umsókn um starfsleyfi