Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur opnað kortasja.ust.is þar sem settar hafa verið upp kortasjár sem sýna ýmsar upplýsingar sem eru á forræði stofnunarinnar.

Dæmi:

Með því að smella á grunnkort er hægt að skipta á milli, mismunandi er milli kortasjáa hvað er hægt að velja  Undir gögn er hægt að velja hvaða gögn eru sjáanleg, það er mismunandi milli kortasjáa hvaða gögn er að finna  Hægt er að fá kortasjána á ensku með því að smella á fánann til hægri

Með því að smella á hlekkinn efst til hægri er hægt að senda tengil á kortið eins og sýnin er (hvaða grunnkort er valið, hvaða gögn, hvar á kortinu maður er og hversu langt er þysjað inn).

Gögnin koma aðallega frá landupplýsingaþjóni Umhverfisstofnunar, gis.ust.is en einnig frá öðrum landupplýsingaþjónustum. Kortasjáin er einnig aðgengileg á ensku. Landmælingar Íslands þróuðu kerfið á bakvið kortasjána.

Einnig er á forsíðunni að finna tengla á aðrar kortasjár sem stofnunin hefur starfrækt undanfarin ár.