Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Jóhann Óli Hilmarsson

Umhverfisstofnun var að opna fyrir skilavefinn þar sem veiðimenn geta skilað inn veiðiskýrslu og sótt um veiðikort ársins 2021. Hreindýraveiðikvóti ársins 2021 hefur ekki verið auglýstur og því er ekki búið að opna fyrir umsóknir um hreindýraveiðileyfi en opnað verður fyrir þær umsóknir þegar sú auglýsing verður birt. Slóðinn inn á skilavefinn er http://ust.is/veidimenn og þar skrá menn sig inn með rafrænu skilríki eða íslykli.