Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. í Fáskrúðsfirði.

Um er ræða breytingar á grein 1.2 sem snýr að annars vegar að heimild til notkunar á frjóum laxi og hins vegar breytingu á eldissvæði og sjókvíaeldissvæðum. Breyting á notkun á frjóum laxi er í samræmi við endurskoðað mat Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun. Breyting á eldissvæði og sjókvíaeldissvæðum er í samræmi við niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu sem birt var þann 13. janúar 2021. Einnig eru gerðar breytingar og uppfærslur á leyfinu til samræmis við nýjustu leyfi sem gefin eru út af stofnuninni. Allar breytingar eru skilgreindar með hornklofa í leyfistillögunni.

Athugasemdir við breytingarnar skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is). Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 3. mars 2021.
Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. Fáskrúðsfirði
Ákvörðun um matsskyldu vegna breytinga á eldissvæðum
Áhættumat erfðablöndunar
Vöktunaráætlun