Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur látið vinna þrívíddarkort fyrir ýmis svæði, sem eru friðlýst eða í friðlýsingarferli. Kortin byggja á hæðarlíkaninu ÍslandsDEM sem er unnið af Landmælingum Íslands.

Alls eru kortin orðin þrjátíu talsins í dag og von á fleirum. Hægt er að skoða þau á þrívíddarkortasíðu kortasjár Umhverfisstofnunar. Með því að nota vinstri músartakka er hægt að snúa korti á alla kanta og með hægri músartakka er hægt að færa sig fram og til baka um kortið.

Skjáskotið er af Hornstrandasjánni.