Stök frétt

Mynd tekin á Plastaþoni 2019 ljósmyndari: Jóhann Garðar Þorbjörnsson

Til þess að leysa þann fjölþætta vanda sem við stöndum frammi fyrir í umhverfismálum þarf allt að hjálpast að, í lykilhutverki er nýsköpun sem styður við umbreytingu til umhverfisvænna samfélags.  Ein leið sem farin hefur verið hjá Umhverfisstofnun er að halda svokölluð hakkaþon eða hugmyndasmiðjur sem miða að því að finna lausnir. Þar sem undirbúningur við slíka viðburði getur verið flókinn útbjó stofnunin Leiðarvísir um Hakkaþon sem nú er komin á vef um opinbera nýsköpun. Vefurinn sem er á forræði fjármála- og efnahagsráðuneytisins er ætlaður opinberum aðilum til þess að miðla verkefnum sín á milli og endurnýta góðar hugmyndir. Við hvetjum alla til að skoða leiðbeiningarnar og aðrar góðar hugmyndir sem á vefnum má finna.

Umhverfisstofnun leggur áherslu á að vera í virku samstarfi við mismunandi aðila samfélagsins. Þar á meðal stofnanir sem í störfum sínum sinna tengdum eða líkum verkefnum. Einnig er lögð áhersla á að miðla þeirri reynslu og þekkingu sem stofnunin öðlast í störfum sínum sem geta nýst öðrum í sambærilegum sporum og þá er vefur eins og þessi frábær vettvangur.