Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Beatriz Perez Moyja - Unsplash
Umhverfisstofnun hefur gefið út Landsáætlun eftirlits fyrir árið 2021 sem tekur til alls mengunar- og hollustuháttaeftirlits í atvinnustarfsemi á landinu. Hún nær til eftirlits á vegum Umhverfisstofnunar og eftirlits heilbrigðiseftirlitssvæðanna og myndar þann heildarramma sem mengunarvarna- og hollustuháttaeftirlit skal grundvallast á. 
Áætlunin dregur saman umfang mengunarvarna- og hollustuháttaeftirlits sem og helstu sameiginlegu áherslur og samstarfsverkefni sem eftirlitsstjórnvöldin vinna að varðandi mengunarvarnir og hollustuhætti. 

Markmiðið með landsáætlun um eftirlit er að auka samræmingu eftirlits á landinu öllu og ná fram sífellt meiri fylgni við reglur um mengunarvarnir og hollustuhætti.

Einnig hefur Umhverfisstofnun gefið út áætlun um reglubundið eftirlit Umhverfisstofnunar árið 2020. Í þeirri áætlun er nánar gert grein fyrir fyrirkomulagi eftirlits og áherslur í eftirliti fyrir þá starfsemi sem fellur undir mengunarvarna- og hollustuháttaeftirlit Umhverfisstofnunar.  

Hér er hlekkur á landsáætlunina og fylgiskjöl hennar