Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Í  dag byrjar æfing sem tekur fyrir leit og björgun og viðbragð við mengun á sjó norður af Íslandi og  kemur til með að standa yfir í þrjá daga.
Æfingin er  á vegum vinnuhóps Norðurskautsráðsins er snýr að viðbúnaði vegna umhverfisvár(EPPR, Emergency Prevention, Preparedness and Response) og samtaka strandgæslustofnana á norðurslóðum (Arctic Coast Guard Forum).

Fulltrúar frá  Umhverfisstofnun og Landhelgisgæslu Íslands hafa tekið þátt í skipulagningu æfingarinnar.

Markmið æfingarinnar er að bæta getu ríkja Norðurskautsráðsins til að bregðast við slysum á sjó þar sem þörf er á sameinuðu viðbragði, bæði vegna leitar og björgunar og mengunar á sjó.

Til stóð að æfingin yrði verkleg þar sem  ríki Norðurskautsráðsins myndu senda viðbragðsaðila, skip og búnað til landsins en vegna COVID 19 þá var ákveðið að halda æfinguna rafrænt. Nánari upplýsingar (á ensku) er hægt að sjá á slóðinni: https://eppr.org/news/eppr-acgf-joint-exercise/