Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Á morgun, 14. apríl mun Dr. Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftlagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun halda veffyrirlestur milli 8:30 – 9:30 um einnota plastvörur. 
 
3. júli 2021 tekur í gildi bann við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum ákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu. Ákvæði laganna hafa víðtæk áhrif á birgja, verslanir og matsölustaði og því mikilvægt að byrja nú þegar að skipuleggja starfssemi sína í samræmi við lögin. Í erindi sínu fer sérfræðingur Umhverfisstofnunnar yfir hvað felst í lögunum, hvað sé leyfilegt og hvað ekki og hvaða lausna er hægt að leita. Fjallað verður um hvað plast er, hvað einnota er,  hvað er bannað að setja á markað, hvað er bannað að afhenda án endurgjalds og hvernig beri að merkja einnota plastvörur.

Sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hefur Gró svarað fyrirspurnum fyrirtækja um bannið ýmsum einnota plastvörum og hefur í þeim tilgangi kynnt sér málefnin ítarlega. Gró er einnig doktor í félagssálfræði, og hennar sérsvið snýst um hvernig við aukum líkurnar á því að fólk breyti umhverfistengdri hegðun. Gró er vinsæll fyrirlesari og hefur víðtæka reynslu af því að halda erindi fyrir ólíka hópa.

Umhverfisstofnun sér um upplýsingagjöf og eftirlit með ákvæðunum við banninu um einnota plastvörur á markað.

Viðburðurinn er skipulagður af Samtökum verslanna og þjónustu og skráning fer fram hér:
https://svth.is/vidburdir/einnota-plastvorur/