Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd tekin af vef Arnarlax ehf.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði.

Um er að ræða breytingu á grein 3.4 sem snýr að heimild til notkunar á eldisótum með ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. Breytingin tekur mið af niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu sem birt var þann 14. janúar 2021. Einnig hafa tilvísanir í lög og reglugerðir verið uppfærð en allar breytingar eru settar í hornklofa í auglýstri tillögu.

Athugasemdir við breytinguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merktar UST202009-285. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 17. maí 2021. Innsendar athugasemdir verða birtar við útgáfu starfsleyfis nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði
Ákvörðun um matsskyldu vegna breytinga
Vöktunaráætlun