Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Jan Kopnva - Unsplash
Umhverfisstofnun auglýsir til umsagnar tillögu að endurskoðaðri aðgerðaáætlun um notkun plöntuverndarvara 2021-2036 sem umhverfis- og auðlindaráðherra gefur út til 15 ára í senn. Aðgerðaáætlunina skal endurskoða á fimm ára fresti.

Aðgerðaáætlunin nær til markaðssetningar og notkunar á plöntuverndarvörum og var gefin út í fyrsta skipti árið 2016. Í áætluninni er tekið saman hversu mikið af plöntuverndarvörum er sett á markað hér á landi, í hvaða ræktun þær eru notaðar og af hvaða hópum, auk þess sem fram kemur samanburður við notkun á plöntuverndarvörum í öðrum löndum.

Núverandi endurskoðun á aðgerðaáætluninni varðar uppfærslu á tölulegum upplýsingum um notkun plöntuverndarvara, endurskoðun á markmiðum áætlunarinnar og breytingu á áhættuvísi um innflutning á plöntuverndarvörum í kg af virku efni á hvern ha nytjaðs landbúnaðarlands. Þá snýr endurskoðunin einnig að breyttri hugtakanotkun í kjölfar breytinga á efnalögum nr. 61/2013.

Athugasemdir við breytinguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merktar UST202003-563. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 11. júní 2021.

Tengd skjöl:
Tillaga að endurskoðaðri aðgerðaráætlun um notkun plöntuverndarvara 2021-2036