Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt


Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf. í Höfnum, Reykjanesbæ.

Breytingin felst í að taka inn nýja tegund í eldi sem kallast gullinrafi. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna breytingarinnar ásamt leyfi til innflutnings á tegundinni. Allar breytingar eru í hornklofa í tillögunni.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202104-312, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 21. júní 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Umsókn um breytingu á starfsleyfi
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar
Leyfi til innflutnings