Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir laust til umsóknar nýtt starf sérfræðings á Austurlandi. Sérfræðingurinn mun starfa að mengunareftirliti og hollustuháttum auk annarra verkefna Umhverfisstofnunar á svæðinu.

Stofnunin auglýsir almennt störf sérfræðinga án staðsetningar enda starfsstöðvar okkar níu talsins um allt land. Starfið á Austurlandi verður staðbundið og því er ætlað að efla þjónustu stofnunarinnar á Austurlandi enda næg verkefni við mengunareftirlit og fleira. Lesa má starfsauglýsinguna hér á vefsvæði Umhverfisstofnunar og á Starfatorgi.

Sjá hér nánar um starfsstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum