Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt


Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um nýtt starfsleyfi frá Sæbýli ehf. á Eyrarbakka. Umsóknin er til komin vegna þess að fyrirhugað er að hefja starfsemi í Grindavík en rekstraraðili hefur fest kaup á húsnæði fyrir starfsemina að Ægisgötu 1. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í eldi á sæeyrum og þarf til þess m.a. starfsleyfi frá Umhverfisstofnun.

Unnið er úr umsókninni og að gerð starfsleyfistillögu.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.