Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Í dag, þann 2. júlí 2021, staðfesti Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra friðlýsingu Stórurðar og landslagsverndarsvæðis norðan Dyrfjalla.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita sérstæðar jarðminjar, landslag auk þess að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Hið verndaða svæði er varðveitt til náttúruupplifunar fyrir almenning með því að byggja upp áfangastað sem býður upp á gott aðgengi ásamt því sem þar eru fáfarin svæði þar sem vilt dýr verða síður fyrir truflun af manna völdum. Einnig er stefnt að varðveislu vísindalegs gildis svæðisins ásamt því að gera vísindamönnum kleift að rannsaka náttúrufar svæðisins.

Hið friðlýsta svæði er 55 km2 að stærð.

Tillaga að friðlýsingunni var unnin af samstarfshóp sem í áttu sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, Ríkiseigna, Múlaþings auk fulltrúa landeigenda Hrafnabjarga og Sandbrekku.

Samhliða friðlýsingunni var undirritaður samningur um eftirlit og viðhald innviða á svæðinu þar sem Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs er falið að sinna eftirliti og reglubundnu viðhaldi innviða á svæðinu til loka október 2021. 

Hér má lesa meira um hið friðlýsta svæði