Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Colas Ísland hf. (áður Hlaðbær-Colas) fyrir færanlega malbikunarstöð af gerðinni Benninghoven MBA 160 með getu til að framleiða allt að 160 tonn/klst. af malbiki. Stöðin verður með breytilega staðsetningu til að sinna tímabundnum verkefnum.
Tillagan gerir ráð fyrir að rekstraraðila verði heimilt að framleiða allt að 160 tonn/klst. af malbiki í stöðinni og gerir ráð fyrir því að stöðin verði flutt til vegna breytilegra verkefna.
Tillaga að starfsleyfi ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 7. júlí til og með 4. ágúst 2021 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.
Tengd skjöl:
Starfsleyfi Benninghoven, auglýst tillaga
Umsókn um starfsleyfi, Benninghoven