Gönguleiðin að Grænahrygg í Friðlandi að Fjallabaki hefur verið mikið í sviðsljósinu á undanförnu og margir leggja leið sína að hryggnum til að líta hann augum. Að því tilefni benda landverðir friðlandsins á að gönguleiðin er krefjandi, leiðin er ekki stikuð, vaða þarf straumharðar ár á leiðinni og eru þær villugjarnar. Þeir sem hyggja á að ganga að Grænahrygg þurfa að hafa eftirfarandi í huga:
Nánari upplýsingar hjá landvörðum í síma 822-4083, netfang fjallabak.ranger@ust.is
Landverðir friðlandsins vilja einnig benda gestum á að ganga vel um svæðið og fara alls ekki upp á Grænahrygg eða aðrar viðkvæmar náttúruminjar.
Hugum að öryggi okkar, göngum vel um náttúruna og stöndum vörð um hana saman.