Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Steinunn Karlsdóttir, sérfræðingur í teymi mengunareftirlits.

Við hjá Umhverfisstofnun héldum bíllausa daginn hátíðlegan í dag, en Evrópska samgönguvikan hófst 16. september og stendur til 22. september.

Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Samgönguvikan, sem á sér stað ár hvert, er átak á vegum Framkvæmdarstjórnar ESB. Vikan nær hámarki á bíllausa deginum sem er einmitt í dag, 22. september. 

Mynd: Umhverfisstofnun/Steinunn Karlsdóttir

Á starfsstöðinni okkar á Akureyri var boðið upp á veitingar og voru þær að sjálfsögðu fluttar með hjóli.

Við hjá Umhverfisstofnun erum ávallt að leita allra leiða til að vera sem umhverfisvænust. Við bjóðum t.d. starfsfólki að gera samgöngusamninga, en slíkir samningar eru í boði fyrir þá sem að jafnaði ferðast til og frá vinnu á hjóli, gangandi eða með strætó. 

Auk þess hvetjum við starfsfólk til að velja vistvæna ferðamáta á vinnutíma með því að ganga, hjóla, nota almenningssamgöngur og velja vistvæna bílaleigu- og leigubíla. 

Starfsfólk Umhverfisstofnunar á Akureyri fagnaði deginum með ljúffengum veitingum í morgunsárið sem voru að sjálfsögðu fluttar á staðinn á reiðhjóli. Mynd: Umhverfisstofnun/Steinunn Karlsdóttir