Stök frétt

Mynd: Blautþurrkuhrúga í fjöru / Umhverfisstofnun

Á hverju ári má ætla að tæplega 200 tonn af ýmsum óæskilegum úrgangi komi í fráveitur um allt land. Það þýðir að um hálft kíló af rusli fer í klósettin eða niðurföll á hvern íbúa á landinu.

Úrgangur í fráveitu er landlægt vandamál. Auk þess að skaða umhverfið og þyngja rekstur fráveitukerfa, getur kostnaður sveitarfélaga vegna hreinsunar og förgunar rusls í fráveitum hlaupið á tugum milljóna króna á ári.

Stærsta vandamálið eru blautþurrkur og/eða sótthreinsiklútar, auk smokka, tannþráðar og eyrnapinna en mikilvægt er að fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það hendir rusli frá sér. 

Mynd: Rusl úr fráveitu á skólphreinsistöð / Umhverfisstofnun.

Dagur klósettsins 19. nóvember

Átaksverkefnið „bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið“ er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu.

Verkefnið hefur það markmið að draga úr rusli í fráveitu og draga um leið úr álagi á umhverfið okkar. Lag verkefnisins sló rækilega í gegn í fyrra. Það er vel við hæfi að dusta rykið af því og fagna alþjóðlegum degi klósettsinsþann 19. nóvember.

 

 

 

Nánari um: