Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Boðað var til opins kynningarfundar um tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Goðafoss í Skjálfandafljóti föstudaginn 26. nóvember kl. 14:00 - 15:00. Fundurinn fór fram stafrænt. 

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar og landeigenda hafa að undanförnu unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Goðafoss í Skjálfandafljóti. Fossinn var friðlýstur sem náttúruvætti þann 11. júní 2020.

Tillaga að áætluninni og aðgerðaáætlun í tengslum við hana hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar

Á kynningarfundinum var farið í stuttu máli yfir áætlunina og fulltrúar sem unnu áætlunina svöruðu spurningum.

Nánari upplýsingar um vinnslu áætlunarinnar og fundargerðir samstarfshóps.

 

Upptaka af fundinum