Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Daníel Freyr Jónsson
Umhverfisstofnun hefur fallið frá takmörkunum sem snúa að leyfisveitingum til aksturs utan vega í grennd við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli sem sett voru í vor. Í samráði við Almannavarnir, viðbragðsaðila og landeigendur voru leyfi einungis veitt til fjölmiðla vegna mikillar aðsóknar. 

Afgreiðsla leyfa til aksturs utan vega við gossvæðið fer nú eftir ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Umhverfisstofnun getur samkvæmt 2. málsgrein 31. greinar lagana veitt leyfi til aksturs utan vega vegna kvikmyndagerðar, sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. Sótt er um leyfi í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar. Athygli er vakin á að málshraðaviðmiðum vegna leyfisveitinga. 

Umhverfisstofnun vekur einnig athygli á því að ef aðstæður við gosstöðvar breytast verður þessi ákvörðun endurskoðuð. Virkni í gígnum í Geldingadölum hefur legið niðri síðan um miðjan september og hafa Almannavarnir aflétt óvissustigi vegna eldgossins.