Stök frétt

Eru rafmagnsbílar umhverfisvænir ef þeir aka á nagladekkjum? 

Hvort eru skárri bensín- eða dísilbílar? 

Er betra að urða sorp, sem myndar metangas og stuðlar að loftslagsbreytingum, eða brenna sorp sem hefur áhrif á loftgæði?

Hvort er mikilvægara að tryggja góð loftgæði eða koma í veg fyrir loftslagsbreytingar? Er hægt að sinna báðum verkefnum í einu?

Miðvikudaginn 8. desember kl. 12:15 fer fram opinn fyrirlestur í beinu streymi um tengsl loftgæða og loftslagsbreytinga. Í fyrirlestrinum verður farið yfir svör við þessum flóknu spurningum á einfaldan og skýran hátt!

Í lokin gefst tækifæri fyrir spurningar. 

Fyrirlesturinn flytur Birgir U. Ásgeirsson, sérfræðingur í teymi losunarbókhalds hjá Umhverfisstofnun.

Ekki missa af áhugaverðum fyrirlestri um umhverfismál á mannamáli.

Viðburðurinn á Facebook

Mynd: Hvort eru skárri bensín- eða dísilbílar? Opinn fyrirlestur um loftgæði og loftslagsbreytingar 8. desember kl. 12:15.

 

Nánar um: