Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Rafbókin Hreint haf – Plast á norðurslóðum er komin út. Bókin er fyrir grunnskólabörn og fjallar um áhrif hafsins á líf þeirra og hvaða áhrif þau hafa á hafið. Útgáfan er samstarf Umhverfisstofnunar, Landverndar og Menntamálastofnunar. Höfundur er Margrét Hugadóttir, námsgagnahönnuður hjá Landvernd.

Mikilvægi hafsins fyrir allt líf á jörðinni

Í bókinni er hafið skoðað á heildstæðan hátt. Það er notað sem rauður þráður til að kenna börnunum um áhrif manna á náttúruna, mengun og getu til aðgerða.

Fjallað er um:

  • Áhrif hafsins á líf okkar
  • Áhrif okkar á hafið
  • Plast í hafinu
  • Hvernig er hægt að hjálpa hafinu
  • Mikilvægi hafsins fyrir allt líf á jörðinni

Bókin byggir á haflæsi og valdeflandi aðferðum menntunar til sjálfbærni, Hún skiptist í þrjá valdeflandi kafla:

  1. Hafið bláa hafið
  2. Plastfisk á diskinn þinn?
  3. Hjálparhellur hafsins

Opið kennsluefni á fimm tungumálum

Bókin er ætluð nemendum á yngsta- og miðstigi í grunnskóla.

Að auki rafbókarinnar er komið út verkefnasafn og kennsluleiðbeiningar.

Kennsluefnið hefur verið þýtt yfir á fimm Norðurlandamál og er aðgengileg öllum á vef Menntamálastofnunar og Norden i skolen.

Um útgáfuna

Útgáfa bókarinnar er samstarf Umhverfisstofnunar, Landverndar og Menntamálastofnunar.

Bókin er gefið út af Menntamálastofnun með styrk frá Umhverfisstofnun í gegnum verkefnið NordMar Plastic – formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni

Höfundur bókarinnar er Margréti Hugadóttur, námsgagnahönnuður hjá Landvernd. Margrét er náttúrufræðikennari með meistarapróf í fjölmenningarlegum kennsluháttum. Hún hefur mikla reynslu af námsefnisgerð sem byggir á hugsmíðahyggju, menntun til sjálfbærni, leitarnámi og umbreytandi námi.

Margrét hefur skrifað námsefni á borð við Hreint haf (2020), Vísindavöku (2017), Skapandi skóli, handbók um fjölbreytta kennsluhætti (2017), og Jörð í hættu!? (2016).

Aron Freyr Heimisson, grafískur hönnuður, sá um hönnun og teikningar.

 

Skoða bókina Hreint haf – Plast á norðurslóðum 

 

Mynd: Rafbókin Hreint haf – Plast á norðurslóðum er komin út á fimm tungumálum, ásamt verkefnasafni og kennsluleiðbeiningum. Efnið er öllum aðgengilegt.