Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Frétt upprunalega birt 14. desember 2021, uppfærð 22. desember 2021.

Þann 21. desember síðastliðinn hélt KPMG rafræna hádegiskynningu, kl: 12:30-13:20, um niðurstöður verkefnis kortlagningar á söfnun, flæði og skráningu úrgangsgagna sem framkvæmd var fyrir Umhverfisstofnun. Að kynningu lokinni svöruðu sérfræðingar stofnunarinnar, ásamt KPMG, spurningum frá fundargestum.

Hér má sjá upptöku frá kynningarfundinum.

Kynntar voru niðurstöður könnunar sem aðilar sem koma að meðhöndlun úrgangs tóku þátt í. Auk þess var kynnt hvernig Danir stóðu að bætingu á gagnasöfnun um úrgang landlægt árið 2016 og hvers konar kerfi gæti hentað á Íslandi til að halda utan um upplýsingar um úrgang frá upprunastað til lokameðhöndlunar.

Markmið þessa verkefnis er að leggja grunn að því að bæta úrgangstölfræði til að halda utan um alla úrgangsstrauma á Íslandi frá upphafi til enda. Þess er vænst að kortlagningin muni varpa ljósi á stöðu gagnasöfnunar og flæði úrgangs í dag og hvort einhver hentug kerfi séu í boði. Er þarfagreiningin fyrsti liður í framkvæmd aðgerðar 21 Bætt úrgangstölfræði (bls. 103) í stefnu ráðherra í úrgangsmálum – Í átt að hringrásarhagkerfi. Umhverfisstofnun er ábyrgðaraðili þessarar aðgerðar og réði KPMG sem ráðgjafa til að framkvæma þarfagreiningu verkefnisins.

Umhverfisstofnun þakkar góða þátttöku á fundinum.