Umhverfisstofnun hefur vakið athygli fyrir gott aðgengi að upplýsingum um starfsleyfi og vinnslu þeirra. Þetta kom fram á vinnustofu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í lok mars.
Vinnustofan fjallaði um veitingu starfsleyfa og gerð mats á umhverfisáhrifum á Norðurlöndunum. Þátttakendur voru starfsmenn opinberra stofnana sem sjá um slík verkefni.
Á vinnustofunni hlaut starfsfólk Umhverfisstofnunar lof fyrir gott aðgengi almennings að upplýsingum um starfsleyfi og vinnslu þeirra á vef Umhverfisstofnunar. Ísland stendur framarlega í opinberri birtingu starfsleyfa á Norðurlöndunum.
Tengt efni: