Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Hrútey 7. apríl nk. kl. 17:00 - 19:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. 

Hrútey er klettaeyja í miðri Blöndu. Aðalbergtegund svæðisins er blágrýti. Það er myndað á tertíertíma fyrir 6-8 milljón árum. Jökuláin Blanda hefur grafið sér farveg í gegnum jarðlögin og í kringum Hrútey. Í eynni er gróskumikill gróður, bæði trjágróður og blómplöntur en eyjan hefur verið friðuð fyrir búfé og skógrækt verið stunduð frá því fyrir miðja 20. öld. Fuglalíf er auðugt og gæsir algengar. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1 og liggur innan bæjarmarka Blönduósbæjar. Bílvegur er ekki út í eyna en bílastæði eru á árbakkanum vestan við Blöndu og göngubrú yfir ána út í eyjuna. Göngubrúin var reist sumarið 2021 en hún var upphaflega reist á Blönduósi árið 1897 og þá fyrir bifreiðar. Hún var þriðja brú yfir stórfljót á landinu og er elsta samgöngumannvirki sem enn er til. Brúin er því merkileg sem slík.

Hér má finna upplýsingar um vinnslu áætlunarinnar, fundargerðir samstarfshóps, verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun.

Fundardagskrá