Stök frétt

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sólarvörnum í 19 verslanir. Engin bönnuð innihaldsefni fundust en merkingum um innihaldsefni var ábótavant. 

Framkvæmd eftirlitsins

Í hverri verslun voru tvær vörur valdar að handahófi í mismunandi sólarvarnarstyrk (SPF). 

Skoðað var hvort sólarvarnirnar væru löglegar á markaði með því að skoða merkingar þeirra og tilkynningar í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP). 

Einnig var kannað hvort vörurnar innihaldi efni sem eru ekki lengur leyfileg í sólarvörnum með því að skoða innihaldslýsingu þeirra. Sérstök áhersla var á innihaldsefni sem eru ekki lengur leyfileg í sólarvörnum (frá 2016). 

Sólarvarnir sem eru markaðssettar fyrir börn þurfa að uppfylla strangari kröfur varðandi leyfileg innihaldsefni, styrk innihaldsefna og notkun þeirra samkvæmt reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur. 

Eftirlitsskýrslan í heild.

Engin bönnuð innihaldsefni

Allar vörurnar, 33 talsins, voru skráðar í snyrtivöruvefgátt ESB.  Engin frávik fundust varðandi innihaldsefni sólarvarnanna

Merkingum ábótavant

Frávik varðandi merkingar fundust hjá 4 vörum. Einn birgir tók vöruna af markaði en flest fyrirtækjanna brugðust við frávikum með því að gera úrbætur varðandi merkingar varanna. Af þeim sólarvörnum sem voru markaðssettar fyrir börn fannst ein vara með frávik varðandi merkingar.

   Fjöldi vara skoðaður   Fjöldi vara með frávik    Fjöldi vara án frávika  
 Sólarvarnir (í heild)  33  3 (9,1%)  30 (90,9%)
 Sólarvarnir fyrir börn  9  1 (11%)  8 (89%)

 

Almennt var lítið um frávik frá gildandi reglugerðum.  Viðbrögð fyrirtækja voru í öllum tilfellum jákvæð og samskipti og samvinna við Umhverfisstofnun góð.

 

Tengt efni: