Stök frétt

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti í dag friðlýsingu svæðis í Þeistareykjahrauni sem geymir einhverja heillegustu og tilkomumestu hraunhella sem þekkjast hér á landi og þótt víðar væri leitað.  

Félagsmenn Hellarannsóknafélags Íslands fundu hellana í leiðangri árið 2016 en vinna við verndun og friðlýsingu hellanna hófst 2019 í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um hellana.  
Á vormánuðum 2020 var hellunum lokað til þess að varðveita þær einstöku náttúrumyndanir sem hellarnir búa yfir og nú eru hellarnir varanlega verndaðir með friðlýsingu.  

Hið friðlýsta svæði, hellarnir og áhrifasvæði þeirra, er 0,74 km2 og nýtur verndunar sem náttúruvætti. Verndargildið felst í hinum einstöku dropsteinum, hraunstráum og glerhjúp sem víða þekur yfirborð gólfs, veggja og lofts hellanna. 

Friðlýsingin er undirbúin af Umhverfisstofnun í samstarfi við sveitarfélagið, sem jafnframt er landeigandi, Landsvirkjun, sem er leigjandi hluta þess lands sem friðlýst er, ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.  

Hér má lesa nánar um hið friðlýsta svæði