Stök frétt

Í fráveitu er verið að losa ýmis konar mengandi efni sem hægt er að draga úr með hreinsun á skólpi, ásamt virku eftirliti með hreinsuninni og vöktun á áhrifum á umhverfi. 

Til þess að auðvelda og samræma eftirlitsmælingar og vöktun í viðtaka vegna fráveitu hefur Umhverfisstofnun gefið út leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit þar sem losun frá fráveitu er yfir 50 persónueiningar. Í leiðbeiningunum er farið yfir þær mismunandi kröfur sem gerðar eru til hreinsunar á skólpi og hvaða kröfur hreinsunin á að uppfylla.  

Sveitarfélög bera ábyrgð á uppbyggingu fráveitna og að þær virki sem skildi. Heilbrigðisnefndir hafa síðan eftirlit með þeim ásamt því að gefa út starfsleyfi. 

Tengt efni: