Stök frétt

Mynd: Lára Björnsdóttir, Katrín Karlsdóttir og Inga Dóra Hrólfsdóttir, allar frá Umhverfisstofnun, Þorsteinn Geirharðsson, frá FSRE og Rúnar Matthíasson, landvörður á Teigarhorni.

Vinna við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Teigarhorn er langt á veg komin. 

Um miðjan nóvember fóru fulltrúar Umhverfisstofnunar og FSRE í vettvangsferð vegna gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Teigarhorn og framtíðaruppbyggingu á svæðinu.

Teigarhorn var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Friðlýsingin var endurskoðuð 15. apríl 2013 og þá hlaut jörðin Teigarhorn hlaut einnig friðlýsingu sem fólkvangur. Stjórnunar- og verndaráætlunin tekur því til tveggja friðlýstra svæða sem bæði eru á jörðinni Teigarhorni.

Hópurinn fór um svæðið og í kjölfarið var fundað á Hótel Framtíð með sveitarstjóra Múlaþings og fleiri fulltrúum sveitarfélagsins.



Í hópnum ríkir mikill samstarfsvilji og allir sammála um mikilvægi svæðisins. 
Það eru spennandi tímar fram undan á Teigarhorni.

Teigarhorn er einn þekktasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heimi. Geislasteinarnir eru í klettum og sjávarhömrum á Teigarhorni og veðrast fram öðru hverju. Markmið friðlýsingarinnar er að varðveita og viðhalda náttúrulegu ástandi svæðisins með tilliti til þeirra jarðlaga sem eru rík af geislasteinum.

Ljósmyndir: Þórdís Björt Sigþósdóttir. 

 

Tengt efni: