Eldgos í Fagradalsfjalli skapaði þörf fyrir nýjar lausnir. Landverðir Umhverfisstofnunar voru kallaðir til með sína sérþekkingu og reynslu af móttöku og fræðslu til gesta á friðlýstum svæðum.
Landverðir höfðu fastar vaktir á gossvæðinu alla daga frá byrjun september 2022. Nú í lok árs 2022 lauk þessu tímabili og landverðir verða ekki á svæðinu að staðaldri.
Eitt stærsta verkefni landvarðanna var að sinna mikilvægri fræðslu til gesta og ferðaþjónustuaðila um:
Landverðirnir voru í góðu samstarfi við viðbragðsaðila og aðstoðuðu gesti sem lentu í vandræðum eða slösuðust.
Landverðir eru vanir að starfa við ýmsar aðstæður, líka í brunagaddi. Hér eru Julie og René.
Umhverfisstofnun vill þakka gott samstarf við lögreglu, sveitarfélag, landeigendur, viðbragðsaðila og aðra sem unnið var með á svæðinu.
Aðstaða landvarða á gossvæðinu.
Landverðir Umhverfisstofnunar hafa mikla reynslu í fræðslu og samskiptum við ferðamenn.
Náttúran sýndi allar sínar hliðar á tímabilinu.
Mikilvægt var að fræða erlenda gesti um daglengd og birtu yfir vetrartímann á Íslandi.
Landverðir stóðu vaktina í öllum veðrum.
Upplýsingagjöf til ferðaþjónustuaðila var mikilvægur þáttur í starfi landvarðanna.