Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundna hellinum við Jarðböðin í Mývatnssveit. Hellinum var lokað í mars í tvær vikur en þörf er á að beita heimild til lokunar að nýju. 

Ljóst er að jarðhitaútfellingar í hellinum eru einsdæmi hér á landi. Mögulega eru örfá dæmi fyrir sambærilegum útfellingum í hraunhellum á heimsvísu, en þörf er á að kanna það betur. Útfellingarnarnar eru jarðmyndanir sem teljast hafa mjög hátt verndargildi sökum sérstöðu og fágætis. Markmiðið með lokuninni er því að tryggja að jarðmyndanirnar í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 

Lokunin tekur gildi klukkan 12:00 miðvikudaginn 5. apríl og gildir í tvær vikur.

Á meðan lokunin er í gildi er stefnt að því vinna að undirbúningi framlengingar á lokuninni til lengri tíma til að vernda hellinn.

Á meðan lokunin er í gildi getur Umhverfisstofnun, í samráði við rekstraraðila Jarðbaðanna, veitt leyfi fyrir ferðum í hellinn sem tengjast frekari könnun hans og öðrum rannsóknum á honum, en öll önnur umferð verður óheimil. 

Lokunin er samkvæmt 25. gr. a laga nr. 60/2013 um náttúruvernd en við undirbúning lokunarinnar var aflað umsagna frá hagsmunaaðilum.

Tengt efni: