Stök frétt

Goðafoss - Richard Dorran/Unsplash

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, undirritaði og staðfesti stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Goðafoss í síðustu viku.

Goðafoss er vinsæll ferðamannastaður og þangað kemur fjöldi ferðamanna allan ársins hring. Markmiðið með verndun svæðisins er að vernda sérstakar náttúruminjar, breytileika jarðmyndana og fossinn sjálfan, m.a. með því að viðhalda náttúrulegu vatnsrennsli í fossinn, vegna fegurðar og sérkenna og útivistargildis svæðisins.

Meginmarkmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun svæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um.

Í áætluninni er lögð fram stefnumótun til framtíðar, ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára. Áætlunin var unnin af fulltrúum Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar og landeigenda.

Áætlunina má finna hér fyrir neðan ásamt frekari upplýsingum um vinnslu áætlunarinnar og upplýsingar um náttúruvættið.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Goðafoss
Friðlýst svæði - Goðafoss í Þingeyjarsveit


Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis,- orku og loftslagsráðherra ásamt Dagbjörtu Jónsdóttur, fulltrúa Umhverfisstofnunar. Dagbjört er sérfræðingur svæðisins við Goðafoss.